Fjórir frá ÍBV í U-20 hjá HSÍ

14.jún.2018  11:34

Bjarni Fritzson þjálfari U20 ára landsliðs karla hjá HSÍ hefur valið 21 leikmann til æfinga og keppni í sumar. 
Liðið mun  leika æfingaleiki við Frakka í Strasbourg í Frakklandi dagana  5.-8. júlí, eftir það verður valinn 16 manna hópur sem tekur þátt í lokakeppni Evrópumeistaramótsins sem haldið verður í í Celje í Slóveníu 18.-30. júlí n.k. 
Þetta lið varð í 7. sæti á síðasta Evrópumeistaramóti sem haldið var í Króatíu sumarið 2016.

Bjarni valdi fjóra leikmenn ÍBV í hópinn sem eru þeir, Elliði Snær Viðarsson, Friðrik Hólm, Ágúst Emil Grétarsson og Daníel Griffin.

ÍBV óskar þessum efnilegu peyjum innilega til hamingju með þennan árangur