Eyþór Orri á æfingar hjá U-16 KSÍ

31.maí.2018  10:31

Þorlákur Árnason landsliðsþjálfari Íslands U-16 ára hjá KSÍ hefur valið úrtakshóp sem undirbýr sig fyrir leiki gegn Hong Kong og Kína í ágúst en leikirnir fara fram hér á landi.  Hópurinn kemur saman til æfinga á Akranesi dagana 19-23.júní.  
Eyþór Orri Ómarsson var valin frá ÍBV en Eyþór lék mjög vel með U-15 ára landsliðinu á dögunum gegn Svisslendingum.

ÍBV óskar Eyþóri innilega til hamingju með þennan árangur