Fótbolti - Sigur í Keflavík, næsti leikur á Hlíðarenda

29.maí.2018  17:38

ÍBV karla vann flottan 1-3 sigur á Keflavík síðastliðinn sunnudag.
Þéttur varnarleikur liðsins skilaði sigri og aðeins langskot Keflavíkur fengu tilraunir að markinu. Sindri var snöggur að koma sér á réttan stað tvívegis og kláraði vel í þeim tækifærum. Sigurður tók einnig gott hlaup inní óvissuna sem skilaði marki. Sanngjörn úrslit í leik þar sem Keflavík fékk að halda boltanum.
Nú þegar birtir til í deildinni hrökkvum við inní bikarkeppnina, líkt og venjan er þá förum við alltaf troðnustu slóð sem í boði er í bikarkeppninni. Enginn nýbreyttni verður á því í ár. Á morgun höldum við á Hlíðarenda klukkan 17:30 og mætum Val í 16 liða úrslitum bikarsins.
Okkur hlakkar til að heyra í þér styðja félagið á morgun, með alvöru látum.
Sjáumst hress og áfram ÍBV, alltaf allsstaðar.