Mikið af ÍBV krökkum valin í hæfileikamótun KSÍ

28.maí.2018  13:50

Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar KSÍ valdi í dag fjöldan allan af iðkendum ÍBV í hæfileikamótun KSÍ sem fram fer á Selfossi n.k sunnudag.  Þorlákur hefur farið til allra félaga á landinu og valdi núna úrtak af Suðurlandi. Þorlákur valdi eftirtalda leikmenn.
Drengir,
Elmar Erlingsson, Einar Örn Valsson, Andrés Marel Sigurðsson, Elmar Elí Sighvatsson, Karl Örlygsson og Hauk Helgason.
Stúlkur,
Þóra Björg Stefánsdóttir, Helena Jónsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Telma Sól Óðinsdóttir, Berta Sigursteinsdóttir og Sara Dröfn Ríkharðsdóttir.

ÍBV óskar þessum efnilegu iðkendum innilega til hamingju með þennan árangur