Eyþór Orri í U-15 hjá KSÍ

30.apr.2018  09:01

Eyjamaðurinn Þorlákur Árnason valdi hin efnilega Eyþór Orra Ómarsson í lokahóp sinn fyrir æfingaleiki sem leiknir verða gegn Swiss hér á landi þann 8.og 10.maí.
​Eyþór Orri sem leikið hefur töluvert með meistaraflokki í vetur og staðið sig með prýði er vel að þessu vali kominn. 
​Hópurinn kemur saman til æfinga í Reykjavík dagana 5.-7.maí.

ÍBV óskar Eyþóri Orra innilega til hamingju með þennan árangur