Sigríður Lára Garðarsdóttir Íþróttamaður ársins 2017

31.jan.2018  10:16

Í gærkvöldi útnefndi Íþróttabandalag Vestmannaeyja Sigríði Láru Garðarsdóttur knattspyrnukonu Íþróttamann Vestmannaeyja fyrir árið 2017. Sandra Erlingsdóttir handknattleikskona var útnefnd Íþróttamaður æskunnar, eldri, ásamt Arnari Júlíussyni frá Karatefélaginu. Clara Sigurðardóttir knattspyrnukona var útnefnd Íþróttamaður æskunnar, yngri, en þetta er í fyrsta skipti sem þau verðlaun eru afhent. ÍBV óskar þessum glæsilegu fulltrúum félagsins innilega til hamingju með valið.

Á hófinu voru einnig Bikarmeistarar meistaraflokkanna okkar í knattspyrnu heiðraðir ásamt Íslandsmeisturum kvenna í handknattleik í 5. flokki yngra ár, 6. flokki eldra og yngra ár. Einnig voru 27 leikmenn félagsins heiðraðir fyrir að hafa spilað með landsliðum á árinu 2017.

Heimir Hallgrímsson fékk heiðursviðurkenningu Íþróttabandalags Vestmannaeyja og einnig voru nokkrir einstaklingar heiðraðir fyrir þeirra störf í þágu íþrótta í Eyjum.

Meðfylgjandi eru myndir frá kvöldinu.