Tveir frá ÍBV í æfingahóp U-21 hjá KSÍ

29.jan.2018  08:33

Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson þjálfarar U-21 landsliðs Íslands í knattspyrnu völdu þá Felix Örn Friðriksson og Dag Austmann í æfingahóp sem kemur saman um helgina í Reykjavík.  Æfingarnar eru undirbúningur undir komandi verkefni sem U-21 tekur þátt á á árinu.

ÍBV óskar þeim Felix Erni og Degi innilega til hamingju með þennan árangur