Arnór í lokahóp U-16 hjá HSÍ

23.jan.2018  14:58

Maksim Akbashev hefur valið 16 leikmenn sem taka þátt í Vrilittos mótinu í Aþenu í Grikklandi 30. mars - 3. apríl nk.
Maksim valdi Arnór Viðarsson frá ÍBV en Arnór er einn okkar efnilegast handboltamaður og staðið sig með mikilli prýði í vetur.
Þetta er í sjötta skiptið sem mótið er haldið og munu 8 landslið taka þátt í ár. Þetta er fyrsta mótið sem þessi hópur tekur þátt í en hópurinn fór í æfingaferð til Danmerkur síðastliðið sumar.

ÍBV óskar Arnóri innilega til hamingju með þennan árangur