Clara valin í U-17 hjá KSÍ

22.jan.2018  13:53

Jörundur Áki Sveinsson þjálfari U-17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi Clöru Sigurðardóttur í lokahóp sinn fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Skotum sem fara fram dagana 4.og 6.febrúar n.k
Báðir leikirnir fara fram í Kórnum og eru liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla EM 2018.

ÍBV óskar Clöru innilega til hamingju með þennan árangur.