Felix í A-landsliðshóp Íslands

15.des.2017  13:38

Heimir okkar Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu valdi í dag hópinn sem fer til Indónesíu og leikur þar tvo vináttulandsleiki nú í janúar.  Heimir valdi hinn unga leikmann ÍBV Felix Örn Friðriksson en Felix er aðeins 18 ára gamall og hefur verið fastamaður í 21.árs landsliðinu þrátt fyrir þennan unga aldur.  Felix er þar með næst yngsti leikmaður ÍBV sem valin er í A-landslið Íslands en sá yngsti er sjálfur Ásgeir Sigurvinsson sem er besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi.

ÍBV óskar Felix Erni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur