Frábær árangur hjá Heimi

07.des.2017  11:33

Heimir okkar Hallgrímsson varð þess heiðurs aðnjótandi í gær að vera valin þjálfari ársins á Norðurlöndum hjá Nordisk football.  Heimir sigraði kosninguna með miklum yfirburðum en Heimir hlaut 75% atkvæða.
Allir vita hversu frábærum árangri Heimir hefur náð með Íslenska landsliðið og er því vel að þessum verðlaunum komin.
ÍBV óskar Heimir innilega til hamingju með þennan frábæra árangur