Sex leikmenn ÍBV í æfingahópa yngri landsliða hjá HSÍ

15.nóv.2017  08:54

Í gær voru gefnir út æfingahópar fyrir yngri landslið Íslands í handbolta en þar á ÍBV sex leikmenn sem munu æfa með landsliðum sínum í nóvember.
Í U-16 ára landsliðið voru þær Andrea Gunnlaugsdóttir, Bríet Ómarsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir og Linda Björk Brynjarsdóttir valdar.
Í U-18 ára landsliðið var Elísa Björnsdóttir valin.
Í U-20 ára landsliðið var Sandra Erlingsdóttir valin.

ÍBV óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til hamingju með þennan árangur.