Æfingataflan í vetur

20.okt.2017  15:09

Á mánudaginn byrjum við að æfa eftir vetrartöflunni í handboltanum en þá verður gólfið í nýja salnum klárt.

Enn eru nokkrir dagar í að fótboltinn byrji sínar æfingar eftir frí en það verður þriðjudaginn 31. október.

Hér er hægt að nálgast töfluna - leiðrétt tafla 23/10 (breytingar eru merktar með gulu).