Fjórar frá ÍBV í æfingahóp A landsliðs kvenna

18.okt.2017  12:33

Axel Stefánsson hefur valið fjóra leikmenn frá ÍBV í æfingahóp helgina 26. - 29. október nk. Eingöngu var valið úr þeim leikmönnun sem spila í Olís deild kvenna þar sem þetta er ekki opinber landsliðshelgi.

Díana Kristín Sigmarsdóttir, Ester Óskarsdóttir, Guðný Jenný Ásmundsdóttir og Sandra Erlingsdóttir.

Einnig var Eyjastelpan Díana Dögg Magnúsdóttir valin í þennan æfingahóp.