Hæfileikamót KSÍ fyrir stúlkur

11.okt.2017  10:21

3 stúlkur frá ÍBV taka þátt 

Hæfileikamót KSÍ og N1 stúlkna fer fram í Akraneshöllinni á Akranesi dagana 14-15. okt. 

Undanfarið hefur Dean Martin ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og er þetta mót framhald af þeirri vinnu. Um er að ræða leikmenn sem eru í 4. flokki, 13 til 14 ára, og hafa þeir mætt á æfingar og fengið annan fróðleik í gegnum Hæfileikamótun KSÍ og N1. 

Mótið fer fram undir stjórn Dean Martin og hafa þær Ragna Sara Magnúsdóttir, Hólmfríður Arna Steinsdóttir og Rakel Oddný Guðmundsdóttir verið boðaðar til leiks.

Aðstandendur leikmanna, þjálfarar og aðrir eru velkomnir að koma og fylgjast með leikjunum úr stúkunni í Akraneshöllinni.

Dagskrá:

Laugardagur 14. okt.   Hæfileikamót Akranes       12:00 til 17:00

Sunnudagur 15. okt.    Hæfileikamót Akranes        10:00 til 15:00 

 

ÍBV óskar stúlkunum til hamingju með valið og við hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.