Landsliðskrakkarnir okkar í fótboltanum

05.okt.2017  15:02

Nóg er að gera hjá Clöru Sigurðardóttur U17 og Felix Erni Friðrikssyni U21 þessa dagana en þau eru bæði að spila fyrir Íslands hönd. Clara og stelpurnar spiluðu sinn fyrst leik í undankeppni EM 2018 á mánudaginn þar sem Ísland hafði sigur 2-0 og er gaman að segja frá því að okkar stelpa skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í þeim leik. Í dag spila bæði þessi landslið í undankeppnum EM og hefst leikur strákanna gegn Slóvakíu kl. 15:20 en stelpurnar spiluðu í morgun, unnu Svartfjallaland 5-0 (Clara með eitt mark)

Hægt er að lesa um leikina á heimasíðu KSÍ