KFR samstarfið

05.okt.2017  08:27

Á fundi aðalstjórnar á þriðjudaginn var borið upp erindi frá stjórn KFR þar sem þeir óska eftir að samstarfinu við ÍBV í knattspyrnu verði slitið. Þakkar aðalstjórn fyrir hönd ÍBV 7 ára samstarf við KFR. Starfsfólk ÍBV og leikmenn hafa kynnst mörgum einstaklingum í þessu samstarfi og þökkum við þeim öllum fyrir góð kynni.