Óskum eftir yngri flokka þjálfara í knattspyrnu

03.okt.2017  09:21

ÍBV íþróttafélag óskar eftir að ráða knattspyrnuþjálfara í fullt starf við þjálfun yngri flokka félagsins.

Gott er ef viðkomandi hefur lokið UEFA-B þjálfararéttindum eða er með starfsreynslu af þjálfun yngri flokka.

Hjá ÍBV starfa 5 þjálfarar í fullu starfi ásamt þjálfurum í hlutastarfi.

Aðstaða til knattspyrnuiðkunar er öll hin besta en í Eyjum eru  4 náttúrugrasvellir   ásamt yfirbyggðri  knattspyrnuhöll.

Áhugasamir hafi samband við yfirþjálfara ÍBV Ian Jeffs jeffsy30@ibv.is eða framkvæmdarstjóra ÍBV íþróttafélags  dora@ibv.is  fyrir 15.október.