Ian Jeffs skrifaði undir samning

03.okt.2017  12:28

Þjálfar Mfl. kvenna og yfirþjálfari í yngri flokkum

Ian Jeffs hefur framlengt samning sínum við félagið og mun því halda áfram að þjálfa mfl. kvenna í knattspyrnu næsta tímabil ásamt því að vera yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Þetta er mikill fengur fyrir félagið því Ian hefur náð góðum árangri með meistaraflokk kvenna og hefur mikla reynslu af þjálfun yngri flokka.