Bikarhelgi ÍBV

13.ágú.2017  17:09

Í gær tryggðu strákarnir sér bikarmeistaratitilinn á Laugardalsvelli í fjörugum leik sem endaði 1-0. Leikurinn var mjög skemmtilegur frá fyrstu mínútu og mátti sjá að okkar menn ætlaðu sér að sigla heim með bikarinn. Klukkan rúmlega ellefu í gærkvöldi tóku fjölmargir Eyjamann á móti strákunum á bryggjunni og voru móttökurnar frábærar.

Í dag unnu stelpurnar í meistaraflokki svo Grindavík í vítaspyrnukeppni og eru þær því komnar í bikarúrslit annað árið í röð. 

Það eru ekki mörg félagslið sem hafa náð þessum frábæra árangri tvö ár í röð með báða meistaraflokka sína.

Við mælum með því að allir horfi á þetta skemmtilega myndband sem Sighvatur Jónsson bjó til eftir daginn í gær.

Leikmenn, ráðsmenn, starfsfólk, stuðningsmenn og styrktaraðilar til hamingju með árangurinn um helgina

Áfram ÍBV