Tvær frá ÍBV í liði fyrri umferðar

23.jún.2017  15:23

Þær Sigríður Lára Garðarsdóttir og Cloe Lacasse eru báðar í liði fyrri umferðar hjá fotbolti.net
Þetta kemur engum á óvart því báðar hafa farið á kostum í sumar með ÍBV og Sísí Lára með landsliðinu.
Sísí Lára sem nú gengur undir nafninu "Slátrarinn frá Vestmannaeyjum" hjá Íslenska kvennalandsliðinu virðist eiga spila stórt hlutverk með  á EM í Hollandi sem hefst innan skamms.
Leikmenn sem fá svona viðurnefni eru leikmenn sem skipta máli og geta gert gæfumuninn þegar út í alvöruna er komið.
Við Eyjamenn erum stolt af Sísí Láru okkar og bíðum spennt eftir að fylgjast með henni í náinni framtíð.

ÍBV óskar þessum frábæru leikmönnum innilega til hamingju með þennan árangur