Clara í lokahóp U-16 hjá KSÍ

19.jún.2017  08:53

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari U-16 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi í dag lokahóp sinn fyrir NM U16 kvenna dagana 29. júní -7.júlí næstkomandi. Leikið er í Oulu í Finnlandi.
Jörundur Valdi Clöru Sigurðardóttur frá ÍBV en Clara hefur leikið frábærlea með 2.flokki og stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur og vakið verðskuldaða athygli þar.
Hópurinn kemur saman í Reykjavík 28.júní og æfir þá á sjálfum Laugardalsvellinum áður en haldið verður til Finnlands.
Ísland leikur í riðli með Finnum, Frökkum og Svíum og endar svo ferðina á leik um sæti.

ÍBV óskar Clöru innilega til hamingju með þennan árangur