Clara Sigurðardóttir í U-17 hjá KSÍ

02.jún.2017  13:19

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu, hefur valið hóp til úrtaksæfinga fyrir Norðurlandamót U17 kvenna í Finnlandi, 29. júní – 7. júlí 2017.
Æfingarnar fara fram 16. – 17. júní 2017 í Reykjavík.

Jörundur Áki valdi frá ÍBV Clöru Sigurðardóttur frá ÍBV en Clara hefur fengið að spreyta sig með meistaraflokki þrátt fyrir mjög ungan aldur og staðið sig mjög vel.

ÍBV óskar Clöru innilega til hamingju með þennan árangur