Ingibjörg í U-19 hjá KSÍ

22.maí.2017  16:06

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U-19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi í dag lokahóp sinn fyrir milliriðil Evrópukeppni landsliða þar sem Ísland leikur í riðli með Þýskalandi, Póllandi og Sviss.  Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir var valin frá ÍBV en hún á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileika sína því Beta í íþróttahúsinu og Hermann eru amma hennar og afi.

Ingibjörg gekk til liðs við ÍBV í vetur og hefur unnið sér fast sæti í meistaraflokki.  Ingibjörg var á laugardag valin maður leiksins gegn FH.

ÍBV óskar Ingibjörgu innilega til hamingju með þennan árangur