Tvær frá ÍBV í U-19 hjá HSÍ

18.maí.2017  14:25

Kári Garðarsson þjálfari U-19 ára landsliðs Íslands í handbolta hefur valið 23 stúlkur til æfinga helgina 9. – 11. júní, æfingarnar fara fram í Reykjavík.
Eftir æfingahelgina verður valinn 16 manna hópur sem tekur þátt í Scandinavian Open 19. - 23. júlí í Helsingborg í Svíþjóð. Um er að ræða sterkt mót þar sem Danmörk, Noregur og Svíþjóð spila ásamt íslenska liðinu.

Kári valdi þær Þóru Guðnýju Arnardóttur og Söndru Erlingsdóttur frá ÍBV í hóp sinn.  Báðar hafa þrátt fyrir ungan aldur leikið mikið með meistaraflokki ÍBV og staðið sig mjög vel.

ÍBV óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til hamingju með þennan árangur