Tveir frá ÍBV í U-19 hjá HSÍ

15.maí.2017  07:56

Bjarni Fritzson þjálfari u-19 ára landsliðs karla hefur valið hóp til æfinga helgina 19. - 21. maí í Austurbergi. Þetta er fyrsti hluti af undirbúningi liðsins fyrir HM í Georgíu sem fram fer í ágúst.

Bjarni valdi tvo leikmenn ÍBV i hópinn en það eru þeir, Elliði Snær Viðarsson og Ágúst Emil Grétarsson.  Báðir hafa þessir leikmenn staðið sig mjög vel í vetur og eru vel að þessu vali komnir.

ÍBV óskar þessum efnilegu peyjum innilega til hamingju með þennan árangur