Fótbolti - ÍBV semur við tvo leikmenn

02.maí.2017  11:19

Fyrir helgi skrifuðu þær Rut Kristjánsdóttir og Ingibjörg Lúcia Ragnarsdóttir undir árs samninga við ÍBV.

Rut er fædd 1993 og er reynslumikil.  Hún kemur frá Fylki og hefur leikið 107 leiki í meistaraflokki ásamt því að leika 5 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd.

Ingibjörg er hinsvegar fædd árið 1998 og kemur frá Sindra Hornafirði.  Ingibjörg er Vestmannaeyjingur en hún er dóttir Lindu Hermans.  Ingibjörg hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 55 leiki í meistaraflokki og 7 leiki fyrir unglingalandslið Íslands.

ÍBV bíður þær Rut og Ingibjörgu innilega velkomnar í ÍBV