Knattspyrnutímabilið að hefjast

26.apr.2017  10:42

Á föstudag hefst Pepsídeild kvenna hér í eyjum en þá taka ÍBV stúlkur á móti KR.  Leikurinn hefst kl. 18.00 á Hásteinsvelli og er búist við hörkuleik þar sem liði ÍBV er spáð 5 sæti deildarinnar en KR því 6.  Stuðningur áhorfenda er mjög mikilvægur svo ÍBV fái fljúgandi start í deildinni.

Þeir stuðningsmenn sem óska eftir því að fá ársmiða á leikina hjá stelpunum er bent á að hafa samband við Jón Óla í Týsheimili eða á netfangið  jonoli@ibv.is

Mætum öll í hvítu á Hásteinsvöll á föstudag og hvetjum ÍBV til sigurs.

ÁFRAM ÍBV