Sísí Lára valin í A-landsliðið

29.mar.2017  13:18

Í dag valdi Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari Íslands lokahóp sinn fyrir æfingaleiki gegn Hollandi og Slóvakíu sem leiknir verða ytra dagana 6.og 11.apríl.  Freyr valdi frá ÍBV Sigríði Láru Garðarsdóttur enda var búist við því eftir góða frammistöðu hennar á Algarve Cup.

Þess má til gamans geta að 5 uppaldir leikmenn ÍBV eru í þessum hóp en ásamt Sísí Láru eru þær Margrét Lára Viðarsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir einnig valdar.

ÍBV óskar Sísí Láru innilega til hamingju með þennan árangur