Þorvaldur valdi tvo frá ÍBV

16.mar.2017  15:21

Þorvaldur Örlygsson landsliðsþjálfari Íslands U-19 í knattspyrnu valdi í dag tvo eyjapeyja í úrtakshóp sinn sem kemur saman helgina 24 og 25.mars.  Þorvaldur valdi þá Sigurð Arnar Magnússon og Felix Friðriksson í hópinn en þessir peyjar eru vel að valinu komnir enda mikil efni þarna á ferð.  Æfingarnar fara fram í Reykjavík.

ÍBV óskar þessum efnilegu peyjum innilega til hamingju með þennan árangur.