Þrjár frá ÍBV valdar í U-16 hjá KSÍ

08.mar.2017  10:48

Í morgun valdi Dean Martin þær Hörpu Valey Gylfadóttur, Lindu Björk Brynjarsdóttur og Clöru Sigurðardóttur í úrtakshóp U-16 ára landsliðs Íslands sem æfir saman helgina 17-19.mars.  Þær stöllur hafa allar stigið sín fyrstu skref með meistaraflokki ÍBV og staðið sig vel sem varð til þess að Clara var valin í lokahóp U-17 ára landsliðsins á dögunum. 

ÍBV óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til hamingju með þennan árangur.