Sísí Lára í byrjunarliði Íslands

01.mar.2017  14:30

Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu valdi í dag Sigríði Láru Garðarsdóttur í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Noregi en leikurinn er sá fyrsti af fjórum sem liðið leikur á Algarve Cup 2017. Hinir leikirnir verða gegn Japan og Spáni og svo er síðasti leikurinn um sæti.   Leikurinn í dag hefst kl. 18.30 og er sýndur beint á Rúv 2. 

ÍBV óskar Sísí Láru innilega til hamingju með þennan árangur