Einn frá ÍBV í U-21 hjá KSÍ

01.mar.2017  16:13

Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson völdu í dag úrtakshóp fyrir U-21 landsliðs Íslands í knattspyrnu sem æfir um næstu helgi í Reykjavík.  Þeir félagar völdu Arnór Gauta Ragnarsson frá ÍBV í hópinn.  Arnór kom til ÍBV frá Breiðablik en Arnór þykir mjög efnilegur sóknarmaður og hefur þegar látið til sín taka með ÍBV.

ÍBV óskar Arnóri innilega til hamingju með þennan árangur