Fyrirlestur í akademíunni

23.feb.2017  13:57

Mikið líf hefur verið í húsinu í dag en Bjarni Fritzson hefur verið með námskeið fyrir iðkendur  FÍV akademíunnar og fyrir þjálfara félagsins. Bjarni hitti krakkana í morgun og mun ljúka námskeiðinu seinni partinn í dag og svo hitti hann þjálfara félagsins í hádeginu.

Námskeiðið hjá Bjarna heitir Vertu óstöðvandi og er hluti af námsefni akademíunnar á þessari önn.