Felix og Sigurður á æfingar hjá U-19

20.feb.2017  09:02

Þorvaldur Örlygsson landsliðsþjálfari U-19 í knattspyrnu valdi tvo leikmenn ÍBV til úrtaksæfinga með liðinu helgina 24-26.febrúar.  Þorvaldur valdi þá Sigurð Arnar Magnússon og Felix Örn Friðriksson til æfinga með hópnum en æfingarnar fara fram í Reykjavík. 

ÍBV óskar þessum efnilegu peyjum innilega til hamingju með þennan árangur