Þrettándagleði ÍBV íþróttafélags og Íslandsbanka

05.jan.2017  11:13

Þrettándagleðin hefst við Hástein kl. 19:00 6. janúar.

Það stefnir í prýðilegt veður á morgun þegar Þrettándagleðin er fyrirhuguð, gengið er frá Hásteini sem leið liggur upp á malarvöll þar sem hátiðin fer fram að vanda. Við viljum biðja fólk um að hafa nokkur atriði í huga:

  • Þeir sem að eiga heima við gönguleiðir vinsamlega færið bíla frá götunni.
  • Ekki er leyfilegt að vera með skotelda í göngunni eða uppi á malarvelli.
  • Öll tröll á vegum ÍBV eru innan girðingar á malarvellinum. 
  • Þar sem töllin okkar eru mörg gömul stirð og þung getur verið hættulegt að hrella þau.
  • Gaman er ef krakkar geta verið með jólasveinahúfur eða ÍBV húfur í göngunni.
  • Þeir sem eiga ÍBV fána eru hvattir til að flagga á morgun.

Að lokum viljum við nota þetta tækifæri og bjóða öllum sjálfboðaliðum Þrettándans til kaffisamsætis í Týsheimilinu kl. 15:00 á morgun föstudag.

Göngum hægt um gleðinnar dyr og gleðilegan Þrettánda,

starfsmenn og sjálfboðaliðar ÍBV í samstarfi við Íslandsbanka.