Fótbolti - Strákarnir lagðir af stað með Lóðsinum

19.sep.2016  11:33

Ferð Herjólfs sem strákarnir ætluðu að ferðast með í leikinn gegn Breiðabliki í dag kl. 16:45 féll niður vegna óhagstæðrar öldu. Það var því gripið á það ráð að þiggja ferð með Svenna Valgeirs og félögum á Lóðsinum. Lögðu strákarnir af stað kl. 11:15. Við vonum að þessi ævintýraferð verði þeim til gæfu og leggi grunninn að þremur stigum í harðri fallbaráttu Pepsi deilarinnar.