Fótbolti - Tvær vikur í Íslandsmót

17.apr.2016  09:16

Í dag sunnudaginn 17. apríl eru aðeins tvær vikur í að ÍBV taki á móti ÍA í fyrstu umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla.

Segja má að mótið sé tvískipt hjá ÍBV í ár. Í fyrri hlutanum mætir ÍBV þeim liðum sem enduðu mótið í 6 sætinu og neðar í fyrra og í seinnihlutanum mætir ÍBV þeim liðum sem enduðu í efstu 5 sætunum í fyrra. 

Mikilvæt er því fyrir liðið að byrja mótið af miklum krafti og ná í góðan stigafjölda í fyrstu 6. umferðunum.
Undirbúningstímabil ÍBV gekk heilt yfir vel. Sigurvegarar í Fótbolta.net mótinu í febrúar og fínir leikir í Lengjubikarnum gefa góða von um árangursríkt sumar.

Við hvetjum alla til að hjálpa okkur í þessari baráttu og skrá sig í Stuðningsmannaklúbb ÍBV. Það er mikilvægt fyrir deildina til að ná árangri að hafa stöðugan stuðning allt árið um kring, við vitum að okkar fólk gerir kröfur og það gleður okkur mjög. En til að standast þær þurfum við á allri aðstoð að halda.
Áfram ÍBV!
 

Hér má skrá sig í klúbbinn.

1 Klúbbkort 2 kort 3 kort 4 kort

 

Hér má skrá sig fyrir upphæð að eigin vali.

Frjáls upphæð: