Fréttir af aðalfundi

06.apr.2016  13:48

Aðalfundur ÍBV íþróttafélags var haldinn þann 5. apríl síðast liðinn. Formaður félagsins fór yfir skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóri félagsins fór yfir ársreikning fyrir árið 2015 sem og yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Var þetta allt samþykkt einróma. Rekstur félagsins gekk vel á síðasta ári og skiluðu allar deildir félagsins sér réttu megin við núllið. Stjórn félagsins og formaður voru öll endurkjörin á fundinum. Stjórnina skipa:

  • Íris Róbertsdóttir – formaður
  • Aníta Óðinsdóttir
  • Guðmundur Ásgeirsson
  • Páll Magnússon
  • Stefán Örn Jónsson
  • Hannes Gústafsson – fulltrúi knattspyrnudeildar
  • Karl Haraldsson – fulltrúi handknattleiksdeildar
  • Unnar Hólm Ólafsson – varamaður
  • Unnur Sigmarsdóttir – varamaður

 

Fundurinn sendi frá sér eftirfarandi ályktun.

Aðalfundur ÍBV íþróttafélags haldinn 5. apríl 2016 lýsir yfir ánægju með að hafnar séu viðræður milli ÍBV íþróttafélags og Vestmannaeyjabæjar um nýjan heildarsamning.

Jafnframt lýsir fundurinn yfir ánægju sinni með þá ákvörðun bæjarstjórnar að taka upp frístundastyrki frá 1. janúar 2017.