Æfingagjöld 2016

21.jan.2016  13:16

Nú er búið að opna fyrir skráningu á ibv.felog.is til þess að ganga frá æfingagjöldum fyrir 2016. Þetta þurfa allir foreldrar eða forráðamenn að gera eigi þeir börn sem æfa hjá félaginu..

Æfingagjöldin 2016 eru óbreytt frá fyrra ári. 7 til 10 ára greiða 61.950,- 11 til 12 ára 64.900,- og 13 til 16 ára 67.900,- veittur er systkina afsláttur séu systkini 2 þá er afsláttur 15% á hvort, Séu systkini 3 þá reiknast 50% afsláttur hjá þriðja barni (auk 15% hjá fyrstu tveimur) og hjá fjórða barni reiknast 70% afsláttur. Til að byrja með er hægt að skipta greiðsluseðlum í 4 greiðslur, kreditkortagreiðslum á 5 tímabil, athugið ekki eru tekin Amex kort. Einnig er hægt að velja millifærslu og sleppi þannig við seðilgjöld en þá þarf millifærsla að eiga sér stað sama dag og skráning fer fram. Þeir sem eiga fleiri en 3 börn sem æfa hjá félaginu hafi samband við skrifstofu 481-2060 Sigfús eða Dóru uppá að fá réttan afslátt inn.

Einnig er hægt að hafa samband ef þið þurfið aðstoð við skráninguna, þá er gott að hafa allar kt. tiltækar sem og greiðslukort ef greiða á með því.  

Aðeins er innheimt eitt æfingagjald á barn hvort sem það æfir 1 eða 2 íþróttir hjá félaginu. 

Þeir sem að unnu við gæslu á síðusut Þjóðhátið þurfa að hafa samband við Dóru eða Sigfús á skrifstofu vegna þess 481-2060.