Fótbolti - Bjarni Jóhannsson ráðinn þjálfari mfl. karla í fótbolta

09.okt.2015  16:10

Knattspyrnuráð ÍBV hefur náð samkomulagi við Bjarna Jóhannsson sem þjálfara mfl. karla ÍBV í knattspyrnu.  Samningur aðila er til þriggja ára og mun Bjarni verða búsettur í Eyjum. 

Með ráðningu Bjarna er lagður grunnur að því að skapa festu í þjálfun liðsins til næstu ára.  Markmið beggja, félagsins og Bjarna, er að byggja upp lið sem leikur skemmtilega knattspyrnu, byggir á þeirri Eyjastemmingu sem lið ÍBV á að byggja á, og síðast en ekki síst að bæta árangur liðsins frá því sem verið hefur.   


Bjarni er knattspyrnufólki á Íslandi vel kunnur, enda einn reynslumesti þjálfari landsins.  Hann er sá þjálfari sem hefur skilað bestum árangri ÍBV fyrr og síðar, Íslandsmeistaratitli 1997 og 1998, auk bikarmeistaratitils og Meistarar meistarana 1998.  Bjarni hefur síðan unnið bikarmeistaratitla með Fylki, komið Breiðablik og Stjörnunni upp í efstu deild og festi þau í sessi sem betri lið deildarinnar. 

 

Leiðir Bjarna og ÍBV hafa því áður legið saman á hans ferli og nú mun það birtast í því sameiginlega verkefni að bæta árangur ÍBV í efstu deild.  Bjarni er öllum hnútum kunnugur í Eyjum og er mikill spenningur fyrir því að sjá Bjarna stýra ÍBV á . 

 

Knattspyrnuráð ÍBV býður Bjarna Jóhvelkominn til starfa.