Fótbolti - Landslið - Pressulið

12.jún.2015  16:40

Leikurinn hefst kl. 18:00

Nóg er að gera hjá pæjunum á Tm mótinu í Eyjum en hafa verið leiknir 228 leikir frá því klukkan 8:20 í gærmorgun og er enn töluvert eftir af mótinu. Stelpurnar hafa verið félögum sínum til sóma og hefur verið gaman að fylgjast með þeim og gleðinni í kringum þær.

Einnig ætla stelpurnar að horfa saman á Ísland - Tékkland í Íþróttahúsinu í kvöld og hefst útsetningin kl. 18:45.

Á morgun laugardag verða spilaðir úrslitaleikir um 9 bikara á öllum völlum frá kl. 15:30 en útslitaleikurinn um TM móts bikarinn verður spilaður á Hásteinsvelli kl. 16:00.