Fótbolti - Þrír leikmenn gera samning við ÍBV

10.jún.2015  16:48

Í dag skrifuðu þær Ármey Valdimarsdóttir sem hefur leikið undanfarin ár með meistaraflokki og Þóra Kristín Bergsdóttir sem er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki eftir að hafa leikið þar vel í vetur, undir tveggja ára samninga við ÍBV knattspyrnu kvenna.  Þá skrifaði Esther Rós Arnarsdóttir sem er á láni frá Breiðablik undir samkomulag milli hennar og ÍBV.   Í leiðinni var undirritaður samstarfssamningur milli Vöruhússins og knattspyrnu kvenna en Vöruhúsið styður dyggilega við bakið á stelpunum.

ÍBV óskar leikmönnunum til hamingju með samningana og óskar þeim velfarnaðar í sumar.

ÁFRAM ÍBV