Fótbolti - Stórleikur í 8 liða úrslitum

08.jún.2015  12:39

Það verður sannkallaður stórleikur í 8 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna föstudaginn 3.júlí kl. 17.30 þegar ÍBV tekur á móti liði Selfyssinga á Hásteinsvelli.  Þessi sömu lið mættust í fyrra þá á heimavelli Selfoss og endaði sá leikur í vítaspyrnukeppni þar sem Selfyssingar höfðu betur.  Lið ÍBV hefur farið ágætlega af stað í Pepsídeildinni og á miðvikudag er næsti heimaleikur liðsins þegar KR stúlkur koma í heimsókn og hefst leikurinn kl. 18.00.  Með sigri geta ÍBV stúlkur komið sér í efri hluta deildarinnar og því mikilvægt að við Eyjamenn mætum á Hásteinsvöll og styðjum ÍBV til sigurs.

ÁFRAM ÍBV