Fótbolti - Þrír leikmenn gera samning við ÍBV

26.maí.2015  08:09

Um helgina skrifuðu þrír leikmenn ÍBV undir samning við félagið.  Þetta eru þær María Davis, Þórey Helga Hallgrímsdóttir og markvörðurinn Holly Clarke sem verður hér þar til hún þarf að snúa aftur til náms í Bandaríkjunum.  María og Þórey eru ungir og efnilegir leikmenn sem vonandi láta mikið af sér kveða í framtíðinni.  María glímir reyndar þessa stundina við erfið meiðsl en vonandi verður hennar bati sem bestur.  Í leiðinni skrifaði knattspyrnuráð kvenna og 900 Grillhús undir samstarfssamning sín á milli en 900 Grillhús styður dyggilega við bakið á knattspyrnu kvenna.

ÍBV óskar þessum aðilum til hamingju með samningana.

ÁFRAM ÍBV.