Fótbolti - Liðsstyrkur til kvennaliðs ÍBV

12.maí.2015  17:53
Kvennalið ÍBV fékk í dag heldur betur góðan liðsstyrk fyrir átök sumarsins þegar þær fregnir bárust að aðalmarkvörður liðsins síðustu ár Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir væri á óvæntri heimleið og myndi ganga til liðs við ÍBV á ný eftir að hafa leikið í Noregi í vetur með liði Fortuna.  Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti því það þótti ljóst að Bryndís Lára myndi klára tímabilið í Noregi og koma svo heim en samkomulag milli hennar og Fortuna brást og því er Bryndís Lára því komin aftur heim.  Þegar ljóst þótti að Bryndís kæmi ekki heim fyrr en í júlí samdi ÍBV við enskan markvörð til tveggja mánaða Holly Clarke en hún hefur leikið með háskólaliði Montgomery í Bandaríkjunum.  Holly mun leika með ÍBV í tvo mánuði eða þar til hún heldur aftur til náms ytra.
ÍBV bíður Bryndísi Láru innilega velkomna aftur til félagsins og óskar henni og liðinu góðs gengis á komandi leiktímabili.
ÁFRAM ÍBV.