Fótbolti - Þórhildur gerir nýjan samning.

22.jan.2015  15:20

Í dag skrifaði fyrirliðinn Þórhildur Ólafsdóttir undir nýjan samning við uppeldisfélag sitt ÍBV.  Þórhildur hefur allan sinn feril leikið með ÍBV að undanskildu leiktímabilinu 2012.

Þórhildur hefur leikið 96 leiki með meistaraflokki ÍBV og gert 43 mörk í þessum leikjum. 

ÍBV fagnar þessari undirskrift eins og ávallt þegar um heimastúlku er að ræða.

Áfram ÍBV