Fótbolti - Leikmaður á reynslu

19.jan.2015  10:03
Knattspyrnudeild karla ÍBV hefur fengið til sín á reynslu lettneska leikmanninn Edijs Joksts. Hann er 22 ára gamall og hefur verið leikmaður U-21 árs liðs Lettlands. Edijs getur bæði leikið í stöðu miðvarðar sem og á miðsvæðinu.

Hann kom til Eyja í gær og mun æfa með liðinu næstu daga.  Á föstudag mun hann leika með liðinu gegn Grindavík í Fotbolti.net mótinu og svo aftur annan þriðjudag gegn Stjörnunni í sama móti.

 

Í heimalandinu hefur Edijs leikið með FC Jurmala og Daugava Riga í efstu deild í Lettlandi. Einnig hefur hann verið á mála hjá Oldham í Englandi.

 

Frekari fréttir af leikmannamálum liðsins er að vænta á næstu dögum.