Fótbolti - Tómas Ingi áfram aðstoðarþjálfari U-21 hjá KSÍ.

15.jan.2015  17:47
Eyjamaðurinn Tómas Ingi Tómasson(sonur Tómasar Pálssonar) var í dag ráðin til áframhaldandi starfa sem aðstoðarlandsliðsþjálfari U-21 í knattspyrnu en samningur við hann og Eyjólf Sverrisson aðalþjálfara liðsins var undirritaður í höfuðstöðvum KSÍ.
Undir stjórn þeirra félaga hafnaði U21 liðið í 2. sæti síns riðils í undankeppni EM 2015 og lék gegn Dönum í umspili um sæti í lokakeppni EM, sem fram fer í Tékklandi í sumar. Danir höfðu þar naumlega betur og mæta gestgjöfunum í opnunarleiknum í sumar.
Eyjólfur og Tómas Ingi voru við stjórnvölin hjá U21 liða karla sem fór eftirminnilega alla leiðina í úrslitakeppni EM 2011, og eins og kunnugt er hafa síðan margir af leikmönnum Íslands í þeirri keppni tekið skrefið upp í A landsliðið, þar sem þeir gegn lykilhlutverki.
 
ÍBV óskar Tómasi Inga velfarnaðar í sínu starfi.