Fótbolti - Þrír frá ÍBV í U-21 hjá KSÍ.

13.jan.2015  09:51
Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson þjálfarar U-21 árs landsliðsins í knattspyrnu völdu í dag þrjá leikmenn ÍBV til úrtaksæfinga sem fram fara um næstu helgi í Reykjavík.  Þeir Gunnar Þorsteinsson, Jón Ingason og Aron Bjarnason voru allir valdir frá ÍBV.  Aron er nýgengin til liðs við ÍBV frá Fram.
ÍBV óska þessum efnilegu peyjum innilega til hamingju með þennan árangur.